Fjölhreysti er geta einstaklings til að framkvæma náttúrulegar hreyfingar með miklum afköstum í mismunandi aðstæðum, stundað fjölbreyttar íþróttir og tekist á við stöðugt breytilegar líkamlegar áskoranir.
Hér á Fjölhreysti.is verður að finna efni um ýmislegt sem viðkemur heilsu og lífsstíl. Þar á meðal greinar, æfingar og upplýsingar um CrossFit, Ólympískar lyftingar, MAX-OT styrktarþjálfun og önnur æfingakerfi, mataræði, myndbönd, teygjur og annað tengt efni.
Skilgreiningar CrossFit á hreysti (fitness) eru sennilega þær ígrunduðustu sem gerðar hafa verið á hugtakinu. Þar er brotið niður í mjög miklum smáatriðum hvaða eiginleika þarf að þjálfa til að geta tekist á við nánast hvaða verkefni sem er. Á Fjölhreysti.is verður að finna íslenskun á einhverjum þeirra fjölmörgu greina sem hafa verið gefnar út um þetta efni á CrossFit.com.