Hættu að hætta við!

0
327

IÐKUN = ÁRANGUR
Alltof margir falla i þá gryfju að vera sífellt að breyta um æfingakerfi eða hoppa úr einum matarkúr í annan. Það er gott að vera stundum hvatvís en ef maður tekur ekki ákvörðun um að halda sig við eitthvað í gegnum súra og sæta tíma er vonlaust fyrir okkur að setja markmið og ná árangri.

GRÆNA GRASIÐ
Það er mjög mikilvægt að ákveða hvaða leið skal fara en ekki hlusta á ráðleggingar úr mörgum mismunandi áttum og stöðugt að prófa eitthvað nýtt. Það getur vel verið að grasið sé grænna hinu megin en þú getur ekki vitað það fyrr en þú ert búinn að bragða á grasinu sem þú ert staddur á nú þegar. Þú munt heldur aldrei njóta þess ef þú ert alltaf að horfa á hin túnin.Veldu þér leið og fylgdu henni 100%. Ef þú finnur eftir 1, 2 eða 3 mánuði að þessi leið hentar þér ekki, þá fyrst skaltu endurskoða valið. Ef þú gerir þetta ekki ertu ekki aðeins að eyða orku til einskis heldur veistu aldrei hvað virkar fyrir þig og mjög líklega missirðu móðinn og ferð að trúa því að ekkert virki fyrir þig.

EINFALT OG NÁTTÚRULEGT
Heimurinn er fullur af mjög fróðum snillingum en hann er líka fullur af galgopum sem halda að þeir séu snillingar. Ein góð regla sem er gott að fylgja er að velja einfaldar og náttúrulegar aðferðir, þær henta flestum best og virka oftast best.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here