ALHLIÐA ÞJÁLFUN
CrossFit er alhliða styrktar- og úthaldsþjálfun sem byggist upp á stöðugt breytilegum æfingum. Æfingakerfið miðar að því að undirbúa iðkendur þess til að takast á við líkamlegar áskoranir af hvaða tagi sem er án þess að sérhæfa sig í neinni grein.
SKALAÐ EFTIR GETU
Allar æfingar í CrossFit má skala niður í erfiðleika sem gerir öllum sem vilja stunda þær kleift að stunda þær, óháð reynslu. Sömu æfingar eru notaðar af eldri einstaklingum með hjartasjúkdóm og bardagaíþróttamönnum í keppnisformi. Þyngdir og álag eru sköluð niður, uppbyggingu æfinga er ekki breytt.
CrossFit æfingar eru árangursmiðaðar og því mælanlegar. Öllum er kleift að stunda þær og allir njóta góðs af þeim.
LÆRÐU GRUNNINN VEL
Þeir sem ætla sér að byrja að æfa CrossFit er ráðlagt að sækja Grunnnámskeið í CrossFit. Þar eru kennd undirstöðuatriðin í beytingu líkamans í hinum ýmsu æfingum. Fimleikaæfingar, Ólympískar lyftingar, ketilbjölluæfingar og aðrar tæknilegar æfingar þarf að æfa undir leiðsögn til að koma í veg fyrir meiðsli og flýta árangri.
MATARÆÐI
Þar sem CrossFit er heilsteypt æfingakerfi spilar mataræði stóran hlut í árangurskúrvunni. Í mjög stuttu máli; byggðu mataræðið á grænmeti, ávöxtum, fitusnauðu kjöti, hnetum og fræjum, lítilli sterkju og slepptu sykri. Slepptu því sem er með löngum hillutíma eftir bestu getu.
Ítarefni, daglegar æfingar og ógrynni upplýsinga og annað má finna á heimasíðu CrossFit: CrossFit.com