Ólympiskar lyftingar – meinhollar

2
592

HVAÐ ERU ÓLYMÍSKAR LYFTINGAR?
Tvær undirstöðuæfingar skilgreina Ólympískar lyftingar; “snörun” (snatch) og “jafnhöttun” (clean & jerk). Snörun snýst um að lyfta þyngd frá jörðu og uppfyrir haus í einni lyftu. Í jafnhöttun er þyngdinni lyft í tveimur megin hreyfingum, fyrst upp að bringu og svo upp fyrir haus.
Kostir þess að æfa Ólympískar lyftingar eru ótvíræðir, ekki aðeins hvað varðar heildar styrk líkamans heldur einnig til að bæta líkamsstöðu, hreyfigetu líkamans, snerpu og sprengikraft.

SNÖRUN

JAFNHÖTTUN

ALLRA MEINA BÓT
Ef þú hefur litla hreyfigetu eða teygjanleika, lærðu að gera yfirhöfuð-hnébeygjur (Overhead Squat: neðsta staða snörunar) og það hjálpar þér helling. Ef þig vantar styrk, þá munu þungar hreinsanir og þvinganir (clean and jerks) gera þig sterkari. Ef þig skortir sprengikraft og snerpu og vilt auka stökkkraft þá munu báðar þessar lyftur þjálfa þessa eiginleika til muna. Viltu verða liprari? Viltu bæta viðbrögð? Æfðu þá Ólympískar lyftingar. Það er þó miður sjaldan sem þjálfarar hafa þessar lyftur í æfingaráætlunum.

LÆRÐU UNDIRSTÖÐUATRIÐIN VEL
Margir halda því fram að það sé ekki fyrir hvern sem er að æfa Ólympískar lyftingar því það sé of tæknilegt og erfitt. Það er einfaldlega ekki rétt því hvaða íþróttamaður sem er getur lært tæknina nógu vel á skömmum tíma til að njóta góðs af og án þess að slasast. Það er samt mikilvægt að læra undirstöðuatriðin vel og fá leiðsögn við það. Það má alltaf bæta tækni og styrk. Á meðan þú ert ekki að stefna á að keppa á mótum og vera meðal fremstu kraftlyftara þá er nóg að hamra á undirstöðuatriðunum í upphafi og passa að hafa þessar grunnæfingar í æfingaráætluninni þinni.

Deila
Næsta greinHvað er CrossFit?

2 ATHUGASEMDIR

  1. Ég skil það vel að þýða clean sem hreinsun, það er fín ágiskun en ekki alveg rétt. Til að skilja fyllilega af hverju hreyfingin heitir clean þá þarf að þekkja sögu lyftinganna. Ástæðan er sú að áður fyrr tíðkuðust 2 megin aðferðir við að rekka stöngina í lyftingum, aðferðin sem þjóðverjar notuðu var kölluð continental. Hún þótti klunnaleg og óíþróttamannsleg, hin aðferðin sem aðrar þjóðir aðhylltust síðar heitir því Clean eða “snyrtileiki” einfaldlega því hún er snyrtilegri og flottari en continental aðferðin.

    Continental clean tíðkast núna í aflraunum þar sem menn nota oft öxul en ekki stöng. Þar toga menn stöngina upp í mjöðm eða ofan á belti og “hitcha” (hálfgerði svindl hreyfing sem er notuð til að koma hreyfingu á og beygja stöngina)og lyfta henni upp á viðbein.

    • Takk Bjarki, frábært að fá þessar staðreyndir.
      Ég er búinn að vera lesa töluvert um Ólympískar en ekki enn séð þessar útskýringar, besta mál 😉 Ég er samt ekki frá því að “hreinsa” sé samt viðeigandi íslenskun, annaðhvort það eða “snyrting” sem er kannski frekar villandi. Menn verða svo bara að deila um hvort þurfi endilega að íslenska öll orð en ég má til með að gera það samt.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here